ALOHA

15 apríl kom og við lögðum af stað til Hawaii. Við vorum sóttar af einskonar leigurútu út á völl. Vélin lagði af stað kl. 15:10 og það tók 6 kl. að fljúa til Maui frá Seattle. Vélain var þröng og hljóðið á bíómyndinni var bilað. Flugvélin hristist og lét öllum illum látum meiri partin af leiðinni og í lendingunni, sem tekur um 20 mín eins og allir vita, féll hún alla vega tvisvar sinnum snöggt niður og þá var æpt örlítið og hlegið hræðslu hlátri. En niður komumst við heil á höldu og þá var kl:18:00 að staðar tíma en 21:00 í Seattle, 04:00 á Íslandi og 06: 00 í Svíþjóðþ Ég er sem sagt hálfum sólahring yngri hérna!

020 Maui að taka á móti okkur.

Það var sjóðandi heitur vindur sem tók á móti okkur og palmatrén væjuðu eins og þau væru að vinka til okkar og kalla á okkur, alhoa, ohhhhh, ég veit ekki hvort ég vil nokkurn tíman fara héðan.

045   046

Matur                                   Internet, Nei

Þetta er svaka fín íbúð sem við erum í, með öllum þægindum meira að segja þvottavél og þurkara, stórum ísskáp og frystir með ísvél og öll heimilistæki sem hugsast getur, það vantar ekkert. Nema internetið! Tóta frænka sefur í hjónarúmminu í herberginu og ég sef í ágætis rúmmi inn í stofu, (þá get ég horft á sjónvarpið þegar hún er farin að sofa). 

Við fórun auðvitað á stöndina dagin eftir, en ekki fyrr en um kl: 10:00 VÁ, hún er bara hérna rétt fyrir neðan og æðisleg. Og sjórinn……ojojoj. HEITUR! Það eru ekki til orð yfir þetta allt samam, jú “Himnaríki á jörðu!

026  025 

Charley Young Beach í Kihei

Við vorum á ströndinni í rúma tvo tíma, þá vildi Tóta frænka fara heim að borða. Við þurfum að labba upp nokkrar tröppur og þegar hún var komin upp kannski 5-6 tröppur þá sé ég að hún hangir á handriðinu og að það er að líða yfir hana. Ég læt hana setjast í grasið þarna og síðan leggst hún bara og getur sig ekki hvergi hreift. Hún var komin með sólsting! Eftir þó nokkurn tíma rankar hún við sér og við getum haldið áfram en hún verður að stoppa af og til og setjast niður. Þið vitið að þetta eldra fólk vill ekki láta segja sér fyrir verkum, en þegar við lögðum af stað þá setti ég á mig derhúfuna mína sem ég keypti á Krít alveg við nefið á henni og segi, “er ég ekki fín”. Jæja, hún var sem sagt hattlaus og drakk ekki nóu mikið vatn. Ég hafði tekið tvær stórar vatnsflöskur með en hún hafði bara dreift á sinni á meðan ég drakk mína næstum alla. Hún hvíldi sig síðan næstum allan dagin og á meðan labbaði ég eins og vitleysingur út í búð í mesta hitanum, ja sí svona + 30 stigum. Enda var ég að niðurlotum komin þegar ég kom heim en þar sem ég er svo ung fór ég beint út í sundlaug og kældi mig þar. Eftir þennan dag erum við rækilega sólbrendar svo við leigðum okkur bíl til á morgun til að skoða eyjuna.

Við keyrðum til Lahaina og skoðuðum srærsta tréð á Maui, Banyan tree. Alveg furðulegt hvernig greinarnar hafa skotið niður rótum annarstaðar og orðið að öðrum trjám. Ja, bara ólýsanlegt!

047 048 062057


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gaman að lesa þetta. Hér er Sumardagurinn fyrsti að ganga í garð með fremur köldum morgni. Sumar og vetur frusu saman í nótt svo það boðar víst gott sumar.

Kveðja, Gunni

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.4.2007 kl. 07:29

2 identicon

Gleðilegt sumar!

Edda Björk 19.4.2007 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband