Fyrsta bloggid

Þá er Heiða búin ad kenna mér að blogga. En þar sem ég er ekki med eigin tölvu verð ég að hafa þetta svona á meðan, laga það bara við tækifæri (stafina).

Eins og flestir vita er ég heimilislaus og er á flakki. Ég byrjaði á því að flakka til Fjólu og Bjössa í Bergshamra þann 12 mars og var þar í tvær vikur. En inní þessum tveimur vikum (laugardagin 17 mars) skrapp ég með lest til Norge og heimsótti Geirlaugu frænku í Hamar. Hún er orðin gömul og þreitt og býr á sjúkraheimili. Við gátum verið saman í nokkra klukkustundir þar til að ferðinni var haldið áfram. Um kvöldið brunadi lestin til Osló og til Skí til Kristínar systur og var ég þar í góðu yfirlæti fram á þriðjudagsmorgun 20 mars en þá lá leiðin aftur til Stockhólms.

Til Heiðu kom ég svo sunnudagin 25 mars (med lest) og hafðar góðar stundir med fjölskyldunni í Växjö. Þarna byrjaði vorið að sýna sig og fór ég aðeins í bæin med dóttirina þá yngstu og keypti á hana strigaskó og mundi þá alltí einu að það eru akkurat 30 ár síðan ég fór med Heiðu í bæin og keypti á hana strigaskó, það var bara annar bær!

Ein lestarferð í viðbót var farin um eftirmiddagin 27 mars og ferðinni heitið til Ylvu sem býr í Lövestad á suður Skáni. Tók rútu frá Lund þangað. Og nú er ég þar en fer á morgun 29 mars til fyrirheitna landsins USA. Ættli ég skrifi nokkuð meir fyrr en það sé búið að fjárfesta í tölvu og setja inn íslensku stafina!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hverjar eru Heiða og Ylfa?

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.4.2007 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband