Færsluflokkur: Bloggar
Eftir 9 og hálfan klukkutíma lenti ég í Köben. Þóra Vala beið eftir mér því hún lenti 1 kl. á undan mér. Það var rigning fyrstu 2 dagana
Þar er ýmislegt selt bæði löglegt og ólöglegt.
Ásta mágkona mín var þarna með krakka úr skólanum sínum og gátum við hist í mýflugumynd
Ásta er frá og býr á Reiðarfirði
Við sáum Litlu Hafmeyjuna, gengum Strikið, fórum í sightseeing og borðuðum góðan mat
Við skruppum líka til Malmö og versluðum á barnabörnin og fórum í siglingu
undir brýrnar Þóra Vala í Malmö
Bloggar | 4.6.2007 | 11:41 (breytt kl. 11:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það kom að því að kveðja Ameríkuna
Við ættluðum að sofa hjá Tracy í nótt en bíllinn hennar Jo Anne fór ekki í gang. Allt í lagi, hún fékk vinkonu sína til að fara með sér út í búð að kaupa í matin en hvernig kemst ég út á flugvöll á morgun? Annars fékk ég sjokk í morgun þegar ég sá að SAS er í verkfalli en þegar æsingurinn var allur þá sá ég að það var bara SAS í Svíþjóð, ég kemst til Kaupmannahafnar!
Þóra Vala vinkona kemur til Köben og ættlum við að mála borgina rauða í 4 daga
Veit ekki hvort ég get bloggað neitt að ráði eftir þetta en lendi á Fróni 30 maí
Bloggar | 25.5.2007 | 01:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er búin að vera að þvælast til Seattle nokkrum sinnum.
Horft yfir til down town Seattle Seattle Center
Sko, ég er ekki alveg í Seattle heldur í Lynnwood sem er í svona 20 mín keyrslu þaðan. Jo Anne á bróðurdóttur sem er 18 ára og er að flytja frá Hawaii til að fara í listaskóla hérna og fékk hún litla íbúð alveg niðrí bæ. Jo Anne er náttúrulega hennar hægri hönd og höfum við verið að skoða og kaupa með henni sófa og ýmislegt annað.
Eitt skiptið varð ég eftir hjá Tracy á Queen Anne og gisti ég eina nótt. Tracy fór í vinnu um morguninn og ég fór í göngutúr um gamlar slóðir.
Upp og niður tröppur því Queen Anne er hæðótt eins og San Francisco
Ég fór meira að segja inn í gamla skólann minn
og gat ekki betur séð en að allt var við það sama. Ég meira að segja rifjaði upp kínverskuna sem ein vinkonan kenndi mér þegar ég sá staðin þar sem það skeði. Gott að vita að maður sé ekki orðin kalkaður!
Síðan tók ég Monorailinn niðrí bæ og gekk þar um þar til ég var að leka niður, síðan strætó allaleið til baka til Lynnwood
Bloggar | 25.5.2007 | 01:11 (breytt kl. 01:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ekkert merkilegt að ske, lygg mikið í leti, horfi á hverja bíómyndina á eftir annarri og nenni ekki einu sinni út í göngutúra. Já ég held að þetta sé einskonar inná milli veiki! Jú, ný komin frá Hawaii og á leið til Mexocó. Mér er alltaf kallt en samt er hitinn kringum 15 18 stig hér.
En svo vaknaði ég til lífsins því Jo Anne þurfti að fara til Wenatchee í buissness ferð og þangað er þriggja tíma keyrsla "on the freeway". Við lögðum af stað kl. 7:30 og þegar við komum þangað fengum við okkur fitandi amerískann morgunmat. Hún amerískar pönnukökur með sýrapi og smápulsur, ég ristabrauð með bláberjasultu, bacon og rifnar kartöflur. Seattle er á milli tveggja stórra fjallahryggja, annarsvegar Olimpics og hinsvegar Cascade. Við fórum yfir Cascade fjöllin sem eru alveg æðislega falleg. Ég upplifði þetta ferðalag eins og við værum í miðjum þætti í "The little house on the prerie, húsið á sléttunni, grenjað á gresjunni", já þið kannist ábyggilega við eitthvað af þessu. Jú fyrir það fyrsta þá er þetta nærri ósnortið landskap og þar að auki eru mörg nöfnin á stöðunum indíánanöfn og húsin eru mörg gömul timburhús. Við keyrðum frá Lynnwood til
í gegnum Snohomish, framhjá Lake Wenatchee og í gegnum Stevens Pass.
Þegar við klifum út úr bílnum skall á okkur þessi líka svaka hiti. Þarna í þessum dal eru sumrin mikklu heitari heldur en í Seattle. Ég meina það, ég hefði getað sleppt því að fara til Hawaii því það er svipaður hiti þarna uppfrá núna. Ég sagði við Jo Anne að hún hefði nú getað farið með mig þangað fyrr. Við gistum í húsi bróðir hennar en hann og frúin voru uppí sumarhúsinu sínu. Húsið stendur uppá hæð og eins og þið sjáið þá er útsýnið ótrúlegt.
Á meðan Jo Anne var að skoða hótelið sem hún ættlar að selja var ég í sólbaði og babblaði á Skype.
Við fórum svo þaðan eldsnemma næsta morgun heim og keyrðum þá aðeins aðra leið. Við stoppuðum í þessu littla þorpi til að borða morgunmat.
Nú er ekki langt í Mexico ferðina svo við pökkuðum í ferðatöskurnar og drifum okkur svo í handsnyrtingu og sjáið hvað ég var flott á því.
Hola Mexico, here we come!
Maður getur sagt að ferðalagið hafi byrjað seinniparti þann 10 maí því þá lögðum við af stað til Seattle og sváfum við hjá Tracy. Þar borðuðum við góðan mat og drukkum gott vín. Leigubíllin kom kl. 7.30 þann 11 maí og fór flugvélin kl. 10:50. Við vorum hálf lágar þannig að við lúlluðum okkur í smá tíma. Það tekur rétt 4 kl. að fljúga til Cabo San Lucas. Það er svolítið sniðugt að það sátu 3 ungar konur í sætaröðinni við hliðina á okkur og höfðu þær verið á snyrtistofunni sem við vorum á daginn áður og allar fóru þær í fóta og handsnyrtingu. Þegar við vorum komnar út úr tollinum ruddust fullt af karlmönnum að okkur og buðu okkur far og ýmisleg annað (ekkert spennandi samt) þeir voru virkilega frekir og ruddalegir. Báðar stelpurnar hafa verið í Mexico áður og sögðu að þetta væri svona hérna. Við tókum okkur leigubíl og keyrðum í gegnum algjöra auðn með kaktusa á aðra hönd og hótel og pálmatré á hina. Við vorum á hótel Finisterra sem er algjört lúxus hótel.
Á barnum á Finisterra Á leið niðrí bæ
Eftir smá snarl á barnum fórum við í labbitúr en þá kom hjólreiðataxi og Jo Anne vildi endilega fara með honum. Jæja, getið þið ekki séð fyrir ykkur þrjár konur á besta aldri, allar vel í holdum og lítin hjólreiðarmann! En þegar kom að brekkunni og hann hoppaði af og ætlaði að leiða hjólið eldrauður í framan og með öndina í hálsinum þá vildi frúin ekki meir. Niðurlægingin var fullkomin!! Við borguðum honum vel og fórum svo í langan göngutúr.
Laugardagskvöl er partýkvöld, hérna líka svo við fórum í sparifötin og drifum okkur út. Þetta er lítil hafnarborg með öllum þessum búðum og búllum við götuna. Fyrst borðuðum við nýveiddan humar,namm namm, fórum svo í búðarráp.
Hérna er silfur ótrúlega ódýrt svo fröken keypti sér flott armband, eyrnalokka, hálsband og hring með Mexikönskum Kóral. Þegar það er búið að lokka mann inn í búðina er manni boðið uppá Corona sem er ískaldur mjög góður Mexikanskur bjór svo það er ekki nema von að maður oppni budduna. Eftir þetta fórum við inná skemmtistað sem heitir The Giggiling Marlow. Marlow er stór sverðfiskur sem er veiddur á stöng hérna við ströndina. Við pöntuðum okkur drykk og sjóið byrjaði. Ýmist fólk var valið til að gera sig að fíflum og í þau var hellt Tíkíla til að gera þetta meir spennandi. Tracy var valin til að vera dómari, (hélt hún) en auðvitað ekki.
Sólbað, sólbað og aftur sólbað en bara við sundlaugina sem er alveg draumur í dós því í henni miðri er barin og situr maður í vatninu á stól og bæði borðar og drekkur. Á borðunum eru litlir kaktusar í stað blóma, einnig í öllum blómabeðum eru bara kaktusar, sumir í blóma.
Það er ekki hægt að baða í sjónum því öldugangurinn er svo sterkur og getur dregið mann út og hákarlarnir eru hérna alveg við strandkantinn. Tracy og ég gengum eftir allri ströndinni og sáum pelíkana, marlowfisk, sel og hákarl.
Einn morguninn fórum við að synda med Höfrungum og er það ótrúleg upplifun. Ekki vissi ég að þeir væru svona mjúkir viðkomu.
Við fórum einn daginn með sjótaxi yfir á aðra strönd því Jo Anne vildi kaupa sér "time share" inn á hóteli þar. Maður borgar vissan pening í sjóð, í þetta skiptið 7000 $ og þá átt þú 2 vikur "frítt" á þessu hóteli og 2 vikur hvar sem er í heiminum á ári. Eina sem þarf að borga er flugfarið. Þetta er svaka sniðugt ef þú ferð oft í svona ferðalög, en þú getur selt vikurnar þína ef þú vilt.
Bloggar | 20.5.2007 | 20:42 (breytt kl. 21:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Er í Mexíco og EKKERT internet á hótelinu, kem til Seattle á laugardagin og þá fáiði sólarsöguna
Bloggar | 17.5.2007 | 20:08 (breytt 20.5.2007 kl. 20:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á meðan Jo Anne var að lokka kaupanda að húsi gekk í kringum Green Lake sem er stórt vatn í norður Seattle og tók það mig ca 1 kl. Það byrjaði að rigna þegar ég var hálfnuð en hvað gerir maður og auðvitað varð ég hálf lasin eftir þetta volk, ( ný komin frá Hawaii, daa! ) Þarna voru íkornar sem eru mjög spakir og komu þeir alveg uppað mér.
Þegar við Helena vorum hérna sumarið 2004 þá var veðrið svolítið berta og við leigðum okkur hjólabát en núna voru bara skólakrakkar að æfa á langróðrabátum.
Eftir þetta fórum við til vinkonu Jo Anne sem heitir Tracy, þessa sem við ættlum með til Mexicó. Hún á heima á Queen Anne þar sem ég átti heima í dentíð. Hún mundi eftir mér sem er ótrúlegt því það eru svooo mörg ár síðan víð sáumst síðast. Við fórum út að borða og svo heim til hennar á eftir. Hún er mjög almennileg og skemmtileg svo nú hlakkar mér ennþá meir til að fara til Mexicó, þrjár skvísur, allar á besta aldri, váá!!!!!
Bloggar | 6.5.2007 | 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Alltaf endar eitthvað gott og það kom að því að kveðja Hawaii og Maui.
Við fórum út að borða síðasta kvöldið og þegar við gengum aftur heim þá hálf vorkenndi ég sjálfri mér að verða að skilja við þessa paradís því ég reykna ekki með að fara þangað aftur á þessari lífsleið.
Við urðum að skila íbúðinni kl. 11.00 svo við tókum strætó að skrifstofunni til að skila lykklonum. Þar biðum við síðan í tæpan kl eftir næsta vagni þar sem þeir eru bara á kl tíma fresti. Eftir svona 1 kl. komum við til Kahului sem er einskonar höfuðborg Maui. En flugvélin átti ekki að fara fyrr en kl. 19:30 svo við fórum til Sænska lakkrísmannsins, keyptum okkur lakkrís og hann geymdi töskurnar okkar á meðan við fengum okkur að borða og fórum svo í sightseeing með ókeypis strætó um hlíðar borgarinnar.
Síðan tókum við leigubíl út á völl sem tók ekki nema ca 10 mín. Við millilentum á The big island eða Hawaii. Flugið tók tæpan kl. og ég held ég hafi sofið allan tíman, það kallar maður þreytu! Þeir hjá flugfélaginu voru ekki skypulagaðari en svo að þeir voru að flytja fólk úr sætonum fram og til baka sjálfsagt til að leifa fjölskyldufólki að sitja saman. Þetta tafði okkur um hálftíma þarna á flugvellinum á Honolulu. Fólk var að hlæja að þessu í byrjun en svo fannst okkur nú nó komið. Ég held að ég hafi sofið næstum alla leiðina þaðan til Seattle sem tók ca 5 kl að fljúa og vorum við komnar þangað rétt fyrir kl 06:00.
Þegar við komun heim til Þórunnar frænku tók ég fljótlega saman dótið mitt og náði Jo Anne í mig, hún var búin að bjóða mér að vera hjá sér og ættlum við að gera ýmislegt skemmtilegt síðasta mánuðinn sem ég er hérna. Og eitt af því er td að fara með vinkonu hennar til Mexico í eina viku frá 11 - 18 maí! Vonandi ég verði búin að jafna mig á sólbrunanum á bakinu sem er ansi mikill. Staðurinn sem við förum til heitir Cabo. Gaman, gaman! Það verður gott að komast héðan úr kuldanum því það er ekki nema um 15 stiga hiti, úff!
Bloggar | 3.5.2007 | 20:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
I Stockhólmi vaxa eppla, peru ,plómur og kirsuberjatré og á ökronum eru það jarðaber og majskolvar sem er alveg frábært. Hér á Hawaii vaxa papaya, mango, lime, avakado og bananatré og á ökronum eru það ananas, kaffi og sykurreyr. Og vitiði að sykurreyrinn tekur tvö ár að vaxa og þarf að vökva hann á hverjum degi annars þornar hann upp því það rignir næstum aldrey hérna. Nú þeir voru orðnir ansi þreyttir á að vera með menn heilu og hálfu dagana til að gera þetta og eru búnir að reyna ýmislegt til að auðvelda þetta en sjálfvirkar sprautur er alveg tilgangslausar þar sem það blæs svo mikið hérna og allt fór á einn stað. Jæja, en þið kannist við slöngurnar með götonum á, já já uppfinningin kemur héðan! Reyndar vex allt sem vex á jórðinni hérna. Og á Íslandi vex, já jæja þið vitið.
Þessir bananar eru við göngustígin að húsinu sem ég bý í og höfðu bara alveg farið fram hjá mér.
Ég ættlaði að fara að skoða skjaldbökur í dag en komst að því að maður ætti að synda til að sjá þær. Ekki það ég ekki vildi það, ég er bara svo sólbrend á bakinu og þoli enga sól og saltan sjó svo það varð hvala leit í staðin, þar gat ég verið í fötum á bát.
Hvalirnir eru hérna í hálft ár en í Alaska hinn helmingin. Hingað koma þeir á veturna ( ábyggilega til að lostna við skíta kuldan þarna fyrir norðan ) og hér fæðast kálfarnir og einnig fer grái fiðringurinn í gang og næsta kynslóð búin til. Það mundi ábyggilega aldrey ganga í þessum köldu vöttnum, þið vitið hvað þeir eru littlir í kulda! Þetta er tíminn sem þeir fara að koma sér héðan en viti menn, við fengum að sjá nokkra aflöguhvali. Svo fengum við auðvitað að heyra að Norðmenn og Íslendingar væru að veiða þessi grey sem ætu nokkur tonn af fiski daglega en ekki hér bara í Alaska. Það fór kliður um fólkið og ég hefði örugglega fengið á baukin ef upp um mig hefði komið.
Um morgunin um kl. 7:30 var náð í mig á rúgbrauði og mér einni ekið í ca hálftíma til að hitta ferðafélaga mína. Við urðum 10 saman í lítilli rútu og það var brunað af stað áleiðis að Haleakala eldfjallinu sem þýðir The house of the rising sun vegna þess að þarna kemur sólin upp og þeir héldu að þarna ætti hún heima.
Á leiðinni sér maður offsalega fallegan og sérkennilegan gróður og sumt sem ekki sést neinstaðar annarstaðar en hérna á Maui.
Bílstjórinn sem var kona var einnig leiðsögumaður okkar og var hún frábær. Hún talaði nærri stanslaust í 8 kl og sagði svo skemmtilega frá.
Þegar við vorum komin í 10 000 feta hæð sem er yfir skýonum sagði hún að þegar við tækjum myndir þá mættum við ekki gleyna að hafa tærnar með á myndinni svo fólk mundi ekki halda að við hefðum tekið myndina úr helikopter. Þarna er loftið mjög þunnt svo það þýðir ekkert að fara sér hratt yfir. Útsýnið var stórkostlegt og ólýsanlegt
Nú svo má ekki gleyma að við keyrðum framhjá húsi sem Tom Sellecks byggði og rétt hjá þar sem Oprah Winfrey er ný búin að kaupa sér hús. Húsin hafa auðvitað stigið margfalt í virði eftir að hún kom hingað.
Eftir hádegismatinn sem við borðuðum í littlum bæ við hafið sem heitir Kuau fórum við í Iao dalin sem er útdauður gýgur hinumegin á eyjunni og þar er regnskógur því það rignir á hverri nóttu bara mis mikið. Þar er tindur sem heytir Iao nálin og segir sagan að einu sinni fór ungur maður upp á topp nálarinnar og settist niður og öskraði upp yfir sig íjáú! Þar af Iao nálin.
Iao nálin Hafiði séð annað eins blóm!
En annars þýðir iao mikil ský. Þarna lauk ferðinni enda allir orðnir uppgefnir eftir langan dag.
Bloggar | 28.4.2007 | 21:10 (breytt 29.4.2007 kl. 06:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sólin og hitin eru alveg yndisleg, ég gæti faðmað þau bæði ef það væri hægt. Alla daga er hitinn og veðrið eins, á daginn ca +30 stig og á nóttini um +25 stig
Tré og runnar eru öll í blóma. Fuglarnir eru að týna strá í hreiðrin. Kona við sundlaugina sagði að þessir littlu væru turteldúvur. Ég trúi henni alveg.
Turteldúfur Lauf
Garðyrkjumaðurinn sagði mér að öll þessi lauf sem detta af trjánum á hverjum degi væru bara að endurnýast, trén verða aldrey lauflaus. Frábært!
Og svo öll blómin á runnum og trjám, ólýsanlegt!
Allir eru svo avslappaðir að maður verður það líka. Maður þarf ekki mikin fatnað hérna, stuttbuxur eða pils/kjól, stutterma bol og sandala/flipp flopp, já og sundföt auðvitað. Enn hef ég ekki séð neinn í yfirhöfn. Tískufatahönnuðarnir hafa nú ekki mikið uppúr sér hér.
Fer á ströndina flesta morgna og syndi oft í sjónum sem er volgur. Sundlaugin er fín og ég syndi í henni um eftirmiðdagana. Alla daga uppúr kl. 16:00 fer að blása, hífandi rok sem er mjúkt, skrítið! En nú er ég sólbrend á bakinu svo þá er að finna uppá einhverju öðru að gera.
Öldugangurinn getur verið mikill
Fór í búðar-ráp hér í Kihei einn morgun og þegar ég kem út úr einni búðinni þá er lögreglan komin og er að handjárna konu sem af einhverjum ástæðum vildi ekki borga fyrir strand-tösku í annari búð. Konan var á mínum aldri og leit ekkert útfyrir að hafa þurft að stela. Þetta var í fyrsta skypti sem ég sá löggu hérna og aldrey heyrir maður í sírenu.
Fór með strætó til næstu borgar sem heitir Kahului, það tók um 1 kl. Strætisvagnabílstjórarnir eru ekki eins almennilegir hér og í Seattle. Þeir kalla reyndar líka út hvert þeir eru að fara en svo með ylsku, inn, inn og hrifsa af manni þennan $1 sem það kostar. (ódýrt) Keyrðum framhjá sykureyrar-ökrum og á milli fjalla í loftkældum vagni, oh æðislegt!
Komst í stóra verslunarmiðstöð og rambaði inn í sælgætisverslun svipað og þeim sem við höfum í Sverige (lösgodis). Fann strax lakkrísinn og þá kemur verslunarmaðurinn til mín og spyr hverskonar lakkrís ég sé að leita af. Þegar ég er búin að segja honum það þá spyr hann hvaðan ég sé, honum fannst ég nefnilega tala með sænskan hreim, he, he. Hann segir mér svo allt um lakkrísinn og ég komst að því að lakkrís er ekki svo venjulegur hérna enda fluttur inn frá Sverige. Hann sagði mér allt þetta á sænsku enda allsænskur en flutti til Seattle fimm ára gamall en er búin að búa á Maui í 2 ár. Það var gaman að þessu.
Fór í annan leiðangur með strætó á vesturströndina sem tók ca 2 kl. Ég þurfti að skypta um vagn en hér eru engvir skyptimiðar svo ég varð að blæða öðrum dollara (ca 7 skr. - 60 is.kr.) Í þessum bæ er löng gata og eru þar gjafabúðir, matsölustaðir og inná milli galleríur þar sem voru ótrúleg málverk, tréútskurðir, glersófaborð þar sem dolfinnar eru fæturnir og svo ansi margar skartgripaverslanir. Þar eru auðvitað perlurnar í fyrirrúmmi og fær maður fyrir lítin pening sjálfur oppna eina skel og þá perlu á maður auaðvitað að kauða fallegan hring eða festi til. Já, já það voru margir sem lokkuðust til að gera þetta.
Svona fallegt er þetta á kvöldin hérna
Bloggar | 26.4.2007 | 06:19 (breytt kl. 06:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15 apríl kom og við lögðum af stað til Hawaii. Við vorum sóttar af einskonar leigurútu út á völl. Vélin lagði af stað kl. 15:10 og það tók 6 kl. að fljúa til Maui frá Seattle. Vélain var þröng og hljóðið á bíómyndinni var bilað. Flugvélin hristist og lét öllum illum látum meiri partin af leiðinni og í lendingunni, sem tekur um 20 mín eins og allir vita, féll hún alla vega tvisvar sinnum snöggt niður og þá var æpt örlítið og hlegið hræðslu hlátri. En niður komumst við heil á höldu og þá var kl:18:00 að staðar tíma en 21:00 í Seattle, 04:00 á Íslandi og 06: 00 í Svíþjóðþ Ég er sem sagt hálfum sólahring yngri hérna!
Það var sjóðandi heitur vindur sem tók á móti okkur og palmatrén væjuðu eins og þau væru að vinka til okkar og kalla á okkur, alhoa, ohhhhh, ég veit ekki hvort ég vil nokkurn tíman fara héðan.
Matur Internet, Nei
Þetta er svaka fín íbúð sem við erum í, með öllum þægindum meira að segja þvottavél og þurkara, stórum ísskáp og frystir með ísvél og öll heimilistæki sem hugsast getur, það vantar ekkert. Nema internetið! Tóta frænka sefur í hjónarúmminu í herberginu og ég sef í ágætis rúmmi inn í stofu, (þá get ég horft á sjónvarpið þegar hún er farin að sofa).
Við fórun auðvitað á stöndina dagin eftir, en ekki fyrr en um kl: 10:00 VÁ, hún er bara hérna rétt fyrir neðan og æðisleg. Og sjórinn ojojoj. HEITUR! Það eru ekki til orð yfir þetta allt samam, jú Himnaríki á jörðu!
Charley Young Beach í Kihei
Við vorum á ströndinni í rúma tvo tíma, þá vildi Tóta frænka fara heim að borða. Við þurfum að labba upp nokkrar tröppur og þegar hún var komin upp kannski 5-6 tröppur þá sé ég að hún hangir á handriðinu og að það er að líða yfir hana. Ég læt hana setjast í grasið þarna og síðan leggst hún bara og getur sig ekki hvergi hreift. Hún var komin með sólsting! Eftir þó nokkurn tíma rankar hún við sér og við getum haldið áfram en hún verður að stoppa af og til og setjast niður. Þið vitið að þetta eldra fólk vill ekki láta segja sér fyrir verkum, en þegar við lögðum af stað þá setti ég á mig derhúfuna mína sem ég keypti á Krít alveg við nefið á henni og segi, er ég ekki fín. Jæja, hún var sem sagt hattlaus og drakk ekki nóu mikið vatn. Ég hafði tekið tvær stórar vatnsflöskur með en hún hafði bara dreift á sinni á meðan ég drakk mína næstum alla. Hún hvíldi sig síðan næstum allan dagin og á meðan labbaði ég eins og vitleysingur út í búð í mesta hitanum, ja sí svona + 30 stigum. Enda var ég að niðurlotum komin þegar ég kom heim en þar sem ég er svo ung fór ég beint út í sundlaug og kældi mig þar. Eftir þennan dag erum við rækilega sólbrendar svo við leigðum okkur bíl til á morgun til að skoða eyjuna.
Við keyrðum til Lahaina og skoðuðum srærsta tréð á Maui, Banyan tree. Alveg furðulegt hvernig greinarnar hafa skotið niður rótum annarstaðar og orðið að öðrum trjám. Ja, bara ólýsanlegt!
Bloggar | 18.4.2007 | 05:54 (breytt kl. 06:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar