Færsluflokkur: Bloggar
Bróðir Jo Anne sem heitir Kristinn en kallaður Kris á heima bakvið fjöllin bláu en var í buissness ferð og nennti ekki heim um kvöldið og heimtaði að Jo Anne grillaði handa sér steik. Fínt, ástæða til að bjóða fleirum, það er alltaf skemmtilegra þá. Hann lét hana hafa kortið sitt þannig að það var bara keypt það besta. Sirlonsteikur og rauðvín af flottustu sort. Hann réði innkauponum enda peningar ekki vandamál á þeim bæ. Þið vitið að fólk fer villivek til Indlands til að kaupa sér líffæri, ég held að ég þekki núna einn sem hefur gert það!
Vinkona Jo Anne kom og við enduðum í heita pottinum undir lokin. Vinkona Jo Anne er gift lögreglumanni sem ekki er frásögu færandi. Hún drakk ekki minna af mjöðnum góða en við en hún keyrði heim á eftir. Reyndar skuttlaði hún mér heim í leiðinni þannig að ég er meðsek!
Bloggar | 18.4.2007 | 04:55 (breytt kl. 06:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Finna Drewrey er Íslensk eldri kona sem ég kynntist þegar ég kom hingað til Seattle í fyrsta skyptið. Þórunn frænka sagði að hún væri orðin áttræð og farin að gleyma. Ég hringdi nú samt í hana og kynnti mig og hún sagði no honey , I dont remember you . Þetta var hálf sjokkerandi en jæja, ekkert við því að gera. Um kvöldið hringir dóttir hennar Jo Ann sem ég var mikið með í dentíð og segir að mamma hennar hafi hringt í sig og sagt að það hafi einhver kona hringt í sig frá Tótu. Jo Ann fattar strax að það hljóti að vera ég og útskýrir þetta fyrir mömmu gömlu sem fær hálfgert sjokk. Jo Ann nær sambandi við mig og bíður mér strax heim til sín. Hún kom og náði í mig og við brunum beint í the liquor store og ekkert minna en ein rauð og ein hvít keypt. Þetta er stórt og fallegt hús sem Jo Ann býr í. Hún Keypti lítið hús á stórri lóð fyrir ca 20 árum og hefur selt smátt og smátt af landinu og í staðin látið breyta og stækka húsið um meir en helming. Jo Ann talar ágæta Íslensku en þegar fer að minnka í flöskonum vill hún bara tala ensku, segist fá ílt í hálsin af áreinslu. Það er bara fínnt fyrir mig, ég fæ þarna fína æfingu. Það er hot tub úti í garðinum og við förum oní og fáum þetta líka fína nudd. Þegar hún lét breyta húsinu lét hún setja hátalara í öll herbergi og einnig útí garð frá tækjonum í stofunni. Hún hefur ekkert breyst frá þí í gamla daga og lét musíkina flæða út um allt. Ég gisti þarna um nóttina, alveg eins og in the old days
Jo Ann Heiti potturinn fyrir utan húsið
Jo Ann á leið í vinnu
Jo Ann er fasteignasali og fór ég með henni í vinnuna dagin eftir. Þetta er svolítið öðrvísi vinna en í Svíþjóð. Fyrst sýnir fasteignasalinn húsið sem hann hefur fengið til sölu til annara fasteignasala. Það er keypt brauð, sallöd og drykkir handa minnst 25-30 manns og fá þeir sér allir að borða meðan þeir skoða húsið og garðinn. Þeir sem vilja kaupa hús hafa samband við fasteignasala sem fara sem sagt á stúfana og leita að húsi fyrir kúnnana. Síðan er farið með kúnnan í prívat skoðun. Sá sem er að selja borgar ca 3% til síns fasteignasala en sá sem kaupir borgar líka ca 3% til síns fasteignasala. Jæja, sinn er siður í landi hverju!
Dekkað borð Svaka flott hús
Með þremur bílskúrum
Bloggar | 12.4.2007 | 19:28 (breytt kl. 19:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já ég ællaði alltaf að láta vita nýa símanúmerið mitt sem ég loxins fékk eftir dúk og disk.
001 425 4207128
Það eru 7 kl. á milli Íslands og 9 kl. á milli Svíþjóðar. Þeir eru sem sagt á eftir.
Bloggar | 9.4.2007 | 20:56 (breytt kl. 21:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er haldið uppá The heritage day Ættjarðar dagurinn. Þar er verið að heiðra gamla Islandinga ( þurfa ekkert að vera fæddir á Íslandi ) sem hafa gert eitthvað mikið fyrir Íslendingana og Islendingafélagið. Það komu um 100 manns, flestir eldri borgarar og allir uppá búnir. Hlaðborðið var þungt af smurbrauði, heimabökuðu rúgbrauði með mysosti keyptum í skandinavísku búðinni, jólakökum, rjómakökum, kleinum, pönnukökum með sultu og rjóma og aðrar með sykri. Oh, það var eins og fólk hefði ekki fengið að borða síðan það var á Íslandi síðast og umm hvað þetta var allt gott.
Úr eldhúsinu Heiðursskjölin afhent
Það voru fimm manns heiðraðir. Það eru nefnilega 13 ár síðan þetta var gert síðast. Flestir kunna svolittla íslensku og sögðu þessu fáu orð þau kunnu við mikkla kátínu. Foreldrar þeirra töluðu alltaf íslensku saman en eftir að þau dóu gleymdist það mesta.
Páskadagur rennur upp og Þórunn frænka stígur framm úr rúmmi og beint á rennandi blautt teppið fyrir framan rúmmið.
Hún vekur mig og við förum að rannsaka þetta. Við héldum að vatns-tankurinn hennar hefði sprungið og hún hringir í vatns-tanks mannin. Hann sér strax á loftinu að það er upp á næstu hæð sem vatns-tankurinn hefur gefið sig. Við þrömmum upp en konan þar er ekki heima en nágranna kona er með lykil og oppnar en þá fer þjófa-varnar kerfið í gang og ærir okkur. Önnur nágranna kona veit hvernig maður tekur það úr sambandi, hm, og við sjáum að allt er á floti þarna inni. Konu greyið sem á þarna heima er að vinna sem hjúkrunarkona en fær einhvern til að leysa sig af í nokkra kl. sem er ekki svo auðvelt á sjálfasta páskadeginum. Það er lokað fyrir vatnsrennslið en síðan er ekkert hægt að gera fyrr en á morgun. Það er nefnilega þannig að fimmtudagurinn er venjulegur dagur allan dagin og föstudagurinn langi heitir Good Friday og er engin fridagur. Það eru ekki til neinir annar í dagar svo allir eru komnir í vinnu á mánudagin.
Bloggar | 9.4.2007 | 20:06 (breytt kl. 20:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er mikklu skemmtilegra að fara í stræto hérna heldur en á Íslandi eða Svíþjóð. Bílstjórinn, brosandi út að eyrum hrópar út til manns númerið á vagninum og hvert hann er að fara. Þakkar manni síðan fyrir að hafa ekið með honum og óskar manni góðan dag þegar maður stígur af.
Bókasafnið sem er ansi stórt er iðandi af fólki á öllum aldri og allir svo kurteisir og glaðir. Þarna sit ég með eigin tölvu við stórt borð, vörðurinn með "bissu" kemur og spyr hvor allt sé ekki í lagi, láttu mig bara vita ef þig vantar hjálp. Svona rabbar hann við alla þarna inni.
Beið eftir strætó á leiðinni heim og tók þá eftir stærðinni á fólksbílonum, það eru tröppur upp í þá ansi marga. Allt er svo stórt í henni Ameríkunni. (Já, já, á Íslandi líka.) Líka fólkið! Sumir vagga eins og gæsir aðrir eru með magann á milli lærana og á aðra mætti setja fulla kaffibolla á afturendan. Maður á ekki að vera að setja út á fólk en þið vitið hvað ég á við! En allt þetta fólk er úti að spóka sig, sýna sig og sjá aðra.
Bíll með tröppu og extra langur.
Veðrið er alveg yndislegt, nærri 25 stiga hiti. Ég á kannski ekki að vera að svekkja ykkur greyin mín. En bíðiði bara þangað ég verð komin til Hawai eftir 9 daga
Við erum búnar að fara til IKEA, og þetta var eins og að vera komin heim! Keypti mér Singoalla, Göteborgs kex og Dumle klubba. Himnaríki!
Það er engin T-bani eða Pendeltåg hérna og bílaumferðin eftir því. Sjaldan fleiri en einn í hverjum bíl en þegar maður ættlar að beigja til hægri við gatnamót og það er rautt ljós en enginn bíll að koma má maður beigja, sniðugt.
Bloggar | 6.4.2007 | 21:01 (breytt kl. 21:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það var bara gaman að hitta Vesturíslendingana og þeim fannst voða spennandi að hitta Íslenska "Svían"
Fundur í Norðurlandahúsinu Þórunnarnar í kaffi
Á eftir fórum við að ganga á ströndinni og týna steina og sáum þessa stóru skjaldböku á priki.
Bloggar | 4.4.2007 | 23:14 (breytt kl. 23:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta var ekki í fyrsta skyptið sem ég keypti mér tölvu og gemsa en svona mikil fyrirhöfn hefur það aldrey verið.
Talvan er með allskonar progrömmum sem strákarnir í búðinni bjóðast til að taka út úr henni fyrir lítin pening. Ég sagðist bara vilja tölvu með engum prógrömmun, ég þurfti ekkert á þeim að halda. Nei talvan er ódýrari ef fyrirtækin fá að auglýsa prógrömmin sín svona og fær maður einn mánuð frían aðgang að þeim. Flest af þessum prógrömmum hafði ég ekki séð áður þannig að ég borgaði pent fyrir að láta taka þau út og einnig setja í vírusvörn. Allt kostaði þetta vesen $130 og ég fékk takk fyrir bíða í 3 kl eftir henni. Svolítið annað en í góðu gömlu Svíþjóð. Þar fór ég inní búðina og sagðist vilja þessa tólvu, þeir náðu í hana inná lager, ég borgaði og fór glöð heim
Ekki tók betra við með gemsan. Ég keypti mér þann allra ódýrasta og Þegar ég oppnaði pakkan þá fylgir símakortið með. Sniðugt fannst mér þar til ég fór að "aktivera" hann. Ég átti að hringja í frítt símanúmer (sniðugt) en áður átti ég að hlaða hann og fara inní símann og ýta á fleiri, fleiri takka til að fá fram EMI númer ca 25 númer. Síðan ýta aftur á nokkra takka og fá fram transfer númer ca 30 númer. Röddin í símanum biður um öll þessi númer í röð og reglu síðan á maður að láta vita í hvaða "ariacod" maður búi í og símanúmerið maður hringir frá. Ég var dauðhrædd að hún biði um númerið á nærbuxonum mínum líka. Nú, nú svo fæ ég að vita símanúmerið sem ég fæ að hafa eftir ca 24 kl. Og það hefur ekki skeð ennþá þannig að þið fáið ekkert að vita það fyrr en næst ég kemst í tölvu.
Bloggar | 4.4.2007 | 23:04 (breytt kl. 23:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja, þá er kerlingin komin til Ameríku og með tölvu en er reyndar ekki komin inná netið ennþá en vonandi fljótlega. Er á bókasafninu að setja þetta inn.
Við Ylva vöknuðum snemma 29 mars og fórum til Skurup að ná í Nick vininn hennar sem var að koma frá Englandi. Þaðan var ferðinni haldið til Lundar og við fengum okkur te, kaffi og meðlæti, gengum síðan um bæin í yndislegu vorveðri.
Ein lestarferðin enn þaðan til Kastrup og eins gott að ég var komin tímanlega þar sem það tók tímana tvenna að komast að Geitinu. Það var mjög löng biðröð til að tékka sig inn og þegar kom að mér var ég ekki með addressuna hennar Þórunnar frænku og varð gjöresvovel að fara til hliðar og hringja í hana um miðja nótt! Ja, annars fær maður ekki að fara uppí flugvélina. Nú þetta reddaðist og þá var bara að fara í næstu löngu röð sem er uppá næstu hæð og láta rönka sig og bakpokan. Þá var að finna leiðina til Gate C39 og eftir langa göngu kom maður að glerhliði sem fara þurfti innum og auðvitað biðröð í, síðan röskur gangur til Geitsins. Þá voru liðnir röskir tveir kl. og farið beint í róð til að fara inní vélina. Ég var nú svo heppin að sitja við hliðina á Americana með mikla svitalikt og þar að auki í miðjunni í miðjunni. Þetta var Airbus með 2 sæti síðan 4 sæti og after 2 sæti. Ég var semsagt í eitt af þessum 4 sæti.
Flugferðin gekk eins og í sögu, Ég var búin að ákveða að sofa mestan hluta leiðarinnar en sá strax að það væri ómögulegt vegna þrengsla og sparaði svefntöflurnar sem Anna Þóra hafði skrifað út handa mér og horfði á 3 bíómyndir á leiðinni í staðin.
Vélin lagði af stað um kl: 16:00 og við lentum um kl: 17:00 sama dag, nema það var 10 kl: seinna. Og ekki voru færri biðraðir á Seattle flugvelli. Loxins þegar maður kom að var maður spurður spjöronum út úr. Hefuru komið hingað áður, hvers vegna ertu hérna, hvað ættlaru að gera hérna, hvern þekkiru og af hverju ættlaru að vera svona lengi hérna? Áttu börn, hversu mörg, hvað eru þau gömul, hver er að passa þau á meðan þú ert svona lengi í burtu? Horfðu beint fram! Síðan var tekin mynd og fingraför. Mér fannst eins og ég væri komin inní eina af spennumyndonum sem ég sá í vélinni. Töskurnar voru síðan rönkaðar og fóru eftir færibrandi niður í kjallara en við fórum með bílstjóralausri lest til að ná í þær. Og allstaðar voru verðir með bissur; auðvitað.
Ég tók rútuna niðrí bæ sem tók ca. 1 kl: og fannst mér alveg frábært að bílstjórinn talaði í míkrófónin og sagði okkur frá ýmsu sem á vegi okkar bar. (annað en þessu fúlu bílstjórar í Stockhólmi) Sólin skein og sást vel til Mt. Rainer eitt af hæstu fjöllum Ameríku og sagði hann söguna af nafninu, en Indíanarnir nefndu fjallið "Tacobet," meaning Mother of the waters . Hann sagði okkur ýmislegt frá Boing félaginu, veðrinu og margt fleira. Ég sat fremst og rabbaði hann heilmikið við mig. Hann hafði unnið lengi fyrir flugvöllin og ferðast mikið í vinnuni og verið oft í Stockhólmi, Kiruna og Reykjavík mm. Það var í kringum + 15 stiga hiti og Kirsuberjatrén eru öll í blóma, hvít og bleik og það eru komin smá lauf á sum trén.
Þórunn tók á móti mér við eitt hótelið niðrí bæ og það tók okkur um kl: að keyra heim til hennar út í Lynnwood. Þá er kl: um 20.00 að staðar tíma en að renna upp nýr morgun í Svíþjóð þannig að kella var orðin ansi þreytt. Við borðuðum, svo tók ég inn svefntöflu og var rotuð langt fram á næsta dag sem var samt bara 30 mars.
Bloggar | 2.4.2007 | 19:28 (breytt kl. 19:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þá er Heiða búin ad kenna mér að blogga. En þar sem ég er ekki med eigin tölvu verð ég að hafa þetta svona á meðan, laga það bara við tækifæri (stafina).
Eins og flestir vita er ég heimilislaus og er á flakki. Ég byrjaði á því að flakka til Fjólu og Bjössa í Bergshamra þann 12 mars og var þar í tvær vikur. En inní þessum tveimur vikum (laugardagin 17 mars) skrapp ég með lest til Norge og heimsótti Geirlaugu frænku í Hamar. Hún er orðin gömul og þreitt og býr á sjúkraheimili. Við gátum verið saman í nokkra klukkustundir þar til að ferðinni var haldið áfram. Um kvöldið brunadi lestin til Osló og til Skí til Kristínar systur og var ég þar í góðu yfirlæti fram á þriðjudagsmorgun 20 mars en þá lá leiðin aftur til Stockhólms.
Til Heiðu kom ég svo sunnudagin 25 mars (med lest) og hafðar góðar stundir med fjölskyldunni í Växjö. Þarna byrjaði vorið að sýna sig og fór ég aðeins í bæin med dóttirina þá yngstu og keypti á hana strigaskó og mundi þá alltí einu að það eru akkurat 30 ár síðan ég fór med Heiðu í bæin og keypti á hana strigaskó, það var bara annar bær!
Ein lestarferð í viðbót var farin um eftirmiddagin 27 mars og ferðinni heitið til Ylvu sem býr í Lövestad á suður Skáni. Tók rútu frá Lund þangað. Og nú er ég þar en fer á morgun 29 mars til fyrirheitna landsins USA. Ættli ég skrifi nokkuð meir fyrr en það sé búið að fjárfesta í tölvu og setja inn íslensku stafina!
Bloggar | 28.3.2007 | 11:59 (breytt 2.4.2007 kl. 19:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggar | 26.3.2007 | 13:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 311
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar