Wenatchee og Mexicó

Ekkert merkilegt að ske, lygg mikið í leti, horfi á hverja bíómyndina á eftir annarri og nenni ekki einu sinni út í göngutúra. Já ég held að þetta sé einskonar inná milli veiki! Jú, ný komin frá Hawaii og á leið til Mexocó. Mér er alltaf kallt en samt er hitinn kringum 15 18 stig hér.

En svo vaknaði ég til lífsins því Jo Anne þurfti að fara til Wenatchee í buissness ferð og þangað er þriggja tíma keyrsla "on the freeway". Við lögðum af stað kl. 7:30 og þegar við komum þangað fengum við okkur fitandi amerískann morgunmat. Hún amerískar pönnukökur með sýrapi og smápulsur, ég ristabrauð með bláberjasultu, bacon og rifnar kartöflur. Seattle er á milli tveggja stórra fjallahryggja, annarsvegar Olimpics og hinsvegar Cascade. Við fórum yfir Cascade fjöllin sem eru alveg æðislega falleg. Ég upplifði þetta ferðalag eins og við værum í miðjum þætti í "The little house on the prerie, húsið á sléttunni, grenjað á gresjunni", já þið kannist ábyggilega við eitthvað af þessu. Jú fyrir það fyrsta þá er þetta nærri ósnortið landskap og þar að auki eru mörg nöfnin á stöðunum indíánanöfn og húsin eru mörg gömul timburhús. Við keyrðum frá Lynnwood til

       HPIM0747 Mill Creek009Ingall`s Creek

 

í gegnum Snohomish, framhjá Lake Wenatchee og í gegnum                                                             HPIM0741 Stevens Pass.

Þegar við klifum út úr bílnum skall á okkur þessi líka svaka hiti. Þarna í þessum dal eru sumrin mikklu heitari heldur en í Seattle. Ég meina það, ég hefði getað sleppt því að fara til Hawaii því það er svipaður hiti þarna uppfrá núna. Ég sagði við Jo Anne að hún hefði nú getað farið með mig þangað fyrr. Við gistum í húsi bróðir hennar en hann og frúin voru uppí sumarhúsinu sínu. Húsið stendur uppá hæð og eins og þið sjáið þá er útsýnið ótrúlegt.

015    019

Á meðan Jo Anne var að skoða hótelið sem hún ættlar að selja var ég í sólbaði og babblaði á Skype.

HPIM0665

Við fórum svo þaðan eldsnemma næsta morgun heim og keyrðum þá aðeins aðra leið. Við stoppuðum í þessu littla þorpi til að borða morgunmat.

HPIM0733                        HPIM0734

Nú er ekki langt í Mexico ferðina svo við pökkuðum í ferðatöskurnar og drifum okkur svo í handsnyrtingu og sjáið hvað ég var flott á því. 010

 

Hola Mexico, here we come!

Maður getur sagt að ferðalagið hafi byrjað seinniparti þann 10 maí því þá lögðum við af stað til Seattle og sváfum við hjá Tracy. Þar borðuðum við góðan mat og drukkum gott vín. Leigubíllin kom kl. 7.30 þann 11 maí og fór flugvélin kl. 10:50. Við vorum hálf lágar þannig að við lúlluðum okkur í smá tíma. Það tekur rétt 4 kl. að fljúga til Cabo San Lucas. Það er svolítið sniðugt að það sátu 3 ungar konur í sætaröðinni við hliðina á okkur og höfðu þær verið á snyrtistofunni sem við vorum á daginn áður og allar fóru þær í fóta og handsnyrtingu. Þegar við vorum komnar út úr tollinum ruddust fullt af karlmönnum að okkur og buðu okkur far og ýmisleg annað (ekkert spennandi samt) þeir voru virkilega frekir og ruddalegir. Báðar stelpurnar hafa verið í Mexico áður og sögðu að þetta væri svona hérna. Við tókum okkur leigubíl og keyrðum í gegnum algjöra auðn með kaktusa á aðra hönd og hótel og pálmatré á hina. Við vorum á hótel Finisterra sem er algjört lúxus hótel.

034               039 

Á barnum á Finisterra                                Á leið niðrí bæ

Eftir smá snarl á barnum fórum við í labbitúr en þá kom hjólreiðataxi og Jo Anne vildi endilega fara með honum. Jæja, getið þið ekki séð fyrir ykkur þrjár konur á besta aldri, allar vel í holdum og lítin hjólreiðarmann! En þegar kom að brekkunni og hann hoppaði af og ætlaði að leiða hjólið eldrauður í framan og með öndina í hálsinum þá vildi frúin ekki meir. Niðurlægingin var fullkomin!! Við borguðum honum vel og fórum svo í langan göngutúr.

Laugardagskvöl er partýkvöld, hérna líka svo við fórum í sparifötin og drifum okkur út. Þetta er lítil hafnarborg með öllum þessum búðum og búllum við götuna. Fyrst borðuðum við nýveiddan humar,namm namm, fórum svo í búðarráp. 

079 Glaðar á laugardagskvöldi

Hérna er silfur ótrúlega ódýrt svo fröken keypti sér flott armband, eyrnalokka, hálsband og hring með Mexikönskum Kóral. Þegar það er búið að lokka mann inn í búðina er manni boðið uppá Corona sem er ískaldur mjög góður Mexikanskur bjór svo það er ekki nema von að maður oppni budduna. Eftir þetta fórum við inná skemmtistað sem heitir The Giggiling Marlow. Marlow er stór sverðfiskur sem er veiddur á stöng hérna við ströndina. Við pöntuðum okkur drykk og sjóið byrjaði. Ýmist fólk var valið til að gera sig að fíflum og í þau var hellt Tíkíla til að gera þetta meir spennandi. Tracy var valin til að vera dómari, (hélt hún) en auðvitað ekki.

081 089 091

102 105

Sólbað, sólbað og aftur sólbað en bara við sundlaugina sem er alveg draumur í dós því í henni miðri er barin og situr maður í vatninu á stól og bæði borðar og drekkur. Á borðunum eru litlir kaktusar í stað blóma, einnig í öllum blómabeðum eru bara kaktusar, sumir í blóma.

 059  050 035

Það er ekki hægt að baða í sjónum því öldugangurinn er svo sterkur og getur dregið mann út og hákarlarnir eru hérna alveg við strandkantinn. Tracy og ég gengum eftir allri ströndinni og sáum pelíkana, marlowfisk, sel og hákarl.

036 042 050

Einn morguninn fórum við að synda med Höfrungum og er það ótrúleg upplifun. Ekki vissi ég að þeir væru svona mjúkir viðkomu.

001_1 002_2

003_3 004_4

Við fórum einn daginn með sjótaxi yfir á aðra strönd því Jo Anne vildi kaupa sér "time share" inn á hóteli þar. Maður borgar vissan pening í sjóð, í þetta skiptið 7000 $ og þá átt þú 2 vikur "frítt" á þessu hóteli og 2 vikur hvar sem er í heiminum á ári. Eina sem þarf að borga er flugfarið. Þetta er svaka sniðugt ef þú ferð oft í svona ferðalög, en þú getur selt vikurnar þína ef þú vilt.

  006   020 

  003      031                                                

                                                                      

 

                

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Haraldsdóttir

VÁÁÁÁÁ hvað þetta hefur verið æðislegt!  Ekkert smá ævintýri hjá þér allt saman.  Og höfrungarnir - maðu minn!  Það hefði ég sko verið til í!  Bestu kveðjur til heimshornaflakkarans!

Aðalheiður Haraldsdóttir, 24.5.2007 kl. 07:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband