Til baka til Seattle

Á meðan Jo Anne var að lokka kaupanda að húsi gekk í kringum Green Lake sem er stórt vatn í norður Seattle og tók það mig ca 1 kl. Það byrjaði að rigna þegar ég var hálfnuð en hvað gerir maður og auðvitað varð ég hálf lasin eftir þetta volk, ( ný komin frá Hawaii, daa! ) Þarna voru íkornar sem eru mjög spakir og komu þeir alveg uppað mér.

014

Þegar við Helena vorum hérna sumarið 2004 þá var veðrið svolítið berta og við leigðum okkur hjólabát en núna voru bara skólakrakkar að æfa á langróðrabátum.

rowe

Eftir þetta fórum við til vinkonu Jo Anne sem heitir Tracy, þessa sem við ættlum með til Mexicó. Hún á heima á Queen Anne þar sem ég átti heima í dentíð. Hún mundi eftir mér sem er ótrúlegt því það eru svooo mörg ár síðan víð sáumst síðast. Við fórum út að borða og svo heim til hennar á eftir. Hún er mjög almennileg og skemmtileg svo nú hlakkar mér ennþá meir til að fara til Mexicó, þrjár skvísur, allar á besta aldri, váá!!!!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband