Kveðja Hawaii

 Alltaf endar eitthvað gott og það kom að því að kveðja Hawaii og Maui.

024[1]  

 Við fórum út að borða síðasta kvöldið og þegar við gengum aftur heim þá hálf vorkenndi ég sjálfri mér að verða að skilja við þessa paradís því ég reykna ekki með að fara þangað aftur á þessari lífsleið.

Við urðum að skila íbúðinni kl. 11.00 svo við tókum strætó að skrifstofunni til að skila lykklonum. Þar biðum við síðan í tæpan kl eftir næsta vagni þar sem þeir eru bara á kl tíma fresti. Eftir svona 1 kl. komum við til Kahului sem er einskonar höfuðborg Maui. En flugvélin átti ekki að fara fyrr en kl. 19:30 svo við fórum til Sænska lakkrísmannsins, keyptum okkur lakkrís og hann geymdi töskurnar okkar á meðan við fengum okkur að borða og fórum svo í sightseeing með ókeypis strætó um hlíðar borgarinnar.

Síðan tókum við leigubíl út á völl sem tók ekki nema ca 10 mín. Við millilentum á “The big island” eða Hawaii. Flugið tók tæpan kl. og ég held ég hafi sofið allan tíman, það kallar maður þreytu! Þeir hjá flugfélaginu voru ekki skypulagaðari en svo að þeir voru að flytja fólk úr sætonum fram og til baka sjálfsagt til að leifa fjölskyldufólki að sitja saman. Þetta tafði okkur um hálftíma þarna á flugvellinum á Honolulu. Fólk var að hlæja að þessu í byrjun en svo fannst okkur nú nó komið. Ég held að ég hafi sofið næstum alla leiðina þaðan til Seattle sem tók ca 5 kl að fljúa og vorum við komnar þangað rétt fyrir kl 06:00.

Þegar við komun heim til Þórunnar frænku tók ég fljótlega saman dótið mitt og náði Jo Anne í mig, hún var búin að bjóða mér að vera hjá sér og ættlum við að gera ýmislegt skemmtilegt síðasta mánuðinn sem ég er hérna. Og eitt af því er td að fara með vinkonu hennar til Mexico í eina viku frá 11 - 18 maí! Vonandi ég verði búin að jafna mig á sólbrunanum á bakinu sem er ansi mikill. Staðurinn sem við förum til heitir Cabo. Gaman, gaman! Það verður gott að komast héðan úr kuldanum því það er ekki nema um 15 stiga hiti, úff!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Flott blogg hjá þér Þórunn. Ég notaði nokkrar af myndunum úr elfjallasafaríinu á blogginu mínu. Vona að það hafi verið í lagi

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.5.2007 kl. 23:33

2 Smámynd: Aðalheiður Haraldsdóttir

Vá - þetta er ekkert smáræðis ævintýri!  Maður hefur alltaf heyrt að það sé rosalega fallegt þarna og maður sér það á myndunum þó að þær séu örugglega ekkert miðað við að upplifa þetta sjálfur.  Svo óskum við þér góðrar ferðar og skemmtunar í Mexíkó - og já, ég mæli með hreinu jógúrti eða súrmjólk á sólbrunann.  Það lyktar ekkert rosalega vel en hefur aldrei klikkað hjá okkur!

Aðalheiður Haraldsdóttir, 7.5.2007 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband