Sólin og hitin eru alveg yndisleg, ég gæti faðmað þau bæði ef það væri hægt. Alla daga er hitinn og veðrið eins, á daginn ca +30 stig og á nóttini um +25 stig
Tré og runnar eru öll í blóma. Fuglarnir eru að týna strá í hreiðrin. Kona við sundlaugina sagði að þessir littlu væru turteldúvur. Ég trúi henni alveg.
Turteldúfur Lauf
Garðyrkjumaðurinn sagði mér að öll þessi lauf sem detta af trjánum á hverjum degi væru bara að endurnýast, trén verða aldrey lauflaus. Frábært!
Og svo öll blómin á runnum og trjám, ólýsanlegt!
Allir eru svo avslappaðir að maður verður það líka. Maður þarf ekki mikin fatnað hérna, stuttbuxur eða pils/kjól, stutterma bol og sandala/flipp flopp, já og sundföt auðvitað. Enn hef ég ekki séð neinn í yfirhöfn. Tískufatahönnuðarnir hafa nú ekki mikið uppúr sér hér.
Fer á ströndina flesta morgna og syndi oft í sjónum sem er volgur. Sundlaugin er fín og ég syndi í henni um eftirmiðdagana. Alla daga uppúr kl. 16:00 fer að blása, hífandi rok sem er mjúkt, skrítið! En nú er ég sólbrend á bakinu svo þá er að finna uppá einhverju öðru að gera.
Öldugangurinn getur verið mikill
Fór í búðar-ráp hér í Kihei einn morgun og þegar ég kem út úr einni búðinni þá er lögreglan komin og er að handjárna konu sem af einhverjum ástæðum vildi ekki borga fyrir strand-tösku í annari búð. Konan var á mínum aldri og leit ekkert útfyrir að hafa þurft að stela. Þetta var í fyrsta skypti sem ég sá löggu hérna og aldrey heyrir maður í sírenu.
Fór með strætó til næstu borgar sem heitir Kahului, það tók um 1 kl. Strætisvagnabílstjórarnir eru ekki eins almennilegir hér og í Seattle. Þeir kalla reyndar líka út hvert þeir eru að fara en svo með ylsku, inn, inn og hrifsa af manni þennan $1 sem það kostar. (ódýrt) Keyrðum framhjá sykureyrar-ökrum og á milli fjalla í loftkældum vagni, oh æðislegt!
Komst í stóra verslunarmiðstöð og rambaði inn í sælgætisverslun svipað og þeim sem við höfum í Sverige (lösgodis). Fann strax lakkrísinn og þá kemur verslunarmaðurinn til mín og spyr hverskonar lakkrís ég sé að leita af. Þegar ég er búin að segja honum það þá spyr hann hvaðan ég sé, honum fannst ég nefnilega tala með sænskan hreim, he, he. Hann segir mér svo allt um lakkrísinn og ég komst að því að lakkrís er ekki svo venjulegur hérna enda fluttur inn frá Sverige. Hann sagði mér allt þetta á sænsku enda allsænskur en flutti til Seattle fimm ára gamall en er búin að búa á Maui í 2 ár. Það var gaman að þessu.
Fór í annan leiðangur með strætó á vesturströndina sem tók ca 2 kl. Ég þurfti að skypta um vagn en hér eru engvir skyptimiðar svo ég varð að blæða öðrum dollara (ca 7 skr. - 60 is.kr.) Í þessum bæ er löng gata og eru þar gjafabúðir, matsölustaðir og inná milli galleríur þar sem voru ótrúleg málverk, tréútskurðir, glersófaborð þar sem dolfinnar eru fæturnir og svo ansi margar skartgripaverslanir. Þar eru auðvitað perlurnar í fyrirrúmmi og fær maður fyrir lítin pening sjálfur oppna eina skel og þá perlu á maður auaðvitað að kauða fallegan hring eða festi til. Já, já það voru margir sem lokkuðust til að gera þetta.
Svona fallegt er þetta á kvöldin hérna
Flokkur: Bloggar | 26.4.2007 | 06:19 (breytt kl. 06:26) | Facebook
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að þessu Þórunn
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.4.2007 kl. 12:55
Til hamingju með afmælið gamla mín
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.4.2007 kl. 14:55
Já, einmitt - til hamingju með daginn! Ekki amalegt að halda upp á afmælið sitt á Hawaí. Þetta lítur út eins og í ævintýri - alveg meiriháttar. Annars erum við að upplifa okkar ævintýri hér - fyrsta vorið okkar í Svíþjóð, yfir 20 stiga hiti í dag. Hafðu það áfram svona gott! Bestu kveðjur,
Aðalheiður Haraldsdóttir, 26.4.2007 kl. 20:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.