Hitti gamla vinkonu

Finna Drewrey er Íslensk eldri kona sem ég kynntist þegar ég kom hingað til Seattle í fyrsta skyptið. Þórunn frænka sagði að hún væri orðin áttræð og farin að gleyma. Ég hringdi nú samt í hana og kynnti mig og hún sagði “ no honey , I don’t remember you “. Þetta var hálf sjokkerandi en jæja, ekkert við því að gera. Um kvöldið hringir dóttir hennar Jo Ann sem ég var mikið með í dentíð og segir að mamma hennar hafi hringt í sig og sagt að það hafi einhver kona hringt í sig frá Tótu. Jo Ann fattar strax að það hljóti að vera ég og útskýrir þetta fyrir mömmu gömlu sem fær hálfgert sjokk. Jo Ann nær sambandi við mig og bíður mér strax heim til sín.  Hún kom og náði í mig og við brunum beint í “ the liquor store “ og ekkert minna en ein rauð og ein hvít keypt. Þetta er stórt og fallegt hús sem Jo Ann býr í. Hún Keypti lítið hús á stórri lóð fyrir ca 20 árum og hefur selt smátt og smátt af landinu og í staðin látið breyta og stækka húsið um meir en helming. Jo Ann talar ágæta Íslensku en þegar fer að minnka í flöskonum vill hún bara tala ensku, segist fá ílt í hálsin af áreinslu. Það er bara fínnt fyrir mig, ég fæ þarna fína æfingu.                                                                                                                Það er “hot tub “ úti í garðinum og við förum oní og fáum þetta líka fína nudd. Þegar hún lét breyta húsinu lét hún setja hátalara í öll herbergi og einnig útí garð frá tækjonum í stofunni. Hún hefur ekkert breyst frá þí í gamla daga og lét musíkina flæða út um allt. Ég gisti þarna um nóttina, alveg eins og “ in the old days “

013         036   

 Jo Ann                                        Heiti potturinn fyrir utan húsið

                             039

                                  Jo Ann á leið í vinnu

Jo Ann er fasteignasali og fór ég með henni í vinnuna dagin eftir. Þetta er svolítið öðrvísi vinna en í Svíþjóð.                                                                                                       Fyrst sýnir fasteignasalinn húsið sem hann hefur fengið til sölu til annara fasteignasala. Það er keypt brauð, sallöd og drykkir handa minnst 25-30 manns og fá þeir sér allir að borða meðan þeir skoða húsið og garðinn. Þeir sem vilja kaupa hús hafa samband við fasteignasala sem fara sem sagt á stúfana og leita að húsi fyrir kúnnana. Síðan er farið með kúnnan í prívat skoðun. Sá sem er að selja borgar ca 3% til síns fasteignasala en sá sem kaupir borgar líka ca 3% til síns fasteignasala. Jæja, sinn er siður í landi hverju!

 041          055 

         Dekkað borð                                       Svaka flott hús  

                                    059

                                    Með þremur bílskúrum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband