Ýmislegt

Það er mikklu skemmtilegra að fara í stræto hérna heldur en á Íslandi eða Svíþjóð. Bílstjórinn, brosandi út að eyrum hrópar út til manns númerið á vagninum og hvert hann er að fara. Þakkar manni síðan fyrir að hafa ekið með honum og óskar manni góðan dag þegar maður stígur af.

Bókasafnið sem er ansi stórt er iðandi af fólki á öllum aldri og allir svo kurteisir og glaðir. Þarna sit ég með eigin tölvu við stórt borð, vörðurinn með "bissu" kemur og spyr hvor allt sé ekki í lagi, láttu mig bara vita ef þig vantar hjálp. Svona rabbar hann við alla þarna inni.

Beið eftir strætó á leiðinni heim og tók þá eftir stærðinni á fólksbílonum, það eru tröppur upp í þá ansi marga. Allt er svo stórt í henni Ameríkunni. (Já, já, á Íslandi líka.) Líka fólkið! Sumir vagga eins og gæsir aðrir eru með magann á milli lærana og á aðra mætti setja fulla kaffibolla á afturendan. Maður á ekki að vera að setja út á fólk en þið vitið hvað ég á við! En allt þetta fólk er úti að spóka sig, sýna sig og sjá aðra.

007          Bíll með tröppu og extra langur.

Veðrið er alveg yndislegt, nærri 25 stiga hiti. Ég á kannski ekki að vera að svekkja ykkur greyin mín. En bíðiði bara þangað ég verð komin til Hawai eftir 9 daga

Við erum búnar að fara til IKEA, og þetta var eins og að vera komin heim! Keypti mér Singoalla, Göteborgs kex og Dumle klubba. Himnaríki!

Það er engin T-bani eða Pendeltåg hérna og bílaumferðin eftir því. Sjaldan fleiri en einn í hverjum bíl en þegar maður ættlar að beigja til hægri við gatnamót og það er rautt ljós en enginn bíll að koma má maður beigja, sniðugt.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

En er ekki Monorail-inn þarna ennþá?

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.4.2007 kl. 22:06

2 identicon

Sæl

Það má alveg öfunda þig af hitastiginu, því það er rok og rigning hérna.

Það verður spennandi að vita hvað þér finnst um Hawaii!!

Kveðja

Edda Björk 

Edda Björk Hauksdóttir 7.4.2007 kl. 16:04

3 identicon

Sael Thorunn min og gledilega paska.

 Thad var gaman af fa kvedju fra ther.   Eg mun svo sannarlega fylgjast med blogginu thinu.  Her i Sviariki er kuldi.  Hitinn i dag paskadag hefur ekki farid yfir 4 gradur, en thad er agaetis gluggavedur, solin skin.   En vedufraedingar lofa betra vedri strax um naestu helgi, tha a ad vera ca. 20 stiga hiti.  Hafdu thad sem best.

 thin Elin

Elin Oskarsdottir 8.4.2007 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband