Þetta var ekki í fyrsta skyptið sem ég keypti mér tölvu og gemsa en svona mikil fyrirhöfn hefur það aldrey verið.
Talvan er með allskonar progrömmum sem strákarnir í búðinni bjóðast til að taka út úr henni fyrir lítin pening. Ég sagðist bara vilja tölvu með engum prógrömmun, ég þurfti ekkert á þeim að halda. Nei talvan er ódýrari ef fyrirtækin fá að auglýsa prógrömmin sín svona og fær maður einn mánuð frían aðgang að þeim. Flest af þessum prógrömmum hafði ég ekki séð áður þannig að ég borgaði pent fyrir að láta taka þau út og einnig setja í vírusvörn. Allt kostaði þetta vesen $130 og ég fékk takk fyrir bíða í 3 kl eftir henni. Svolítið annað en í góðu gömlu Svíþjóð. Þar fór ég inní búðina og sagðist vilja þessa tólvu, þeir náðu í hana inná lager, ég borgaði og fór glöð heim
Ekki tók betra við með gemsan. Ég keypti mér þann allra ódýrasta og Þegar ég oppnaði pakkan þá fylgir símakortið með. Sniðugt fannst mér þar til ég fór að "aktivera" hann. Ég átti að hringja í frítt símanúmer (sniðugt) en áður átti ég að hlaða hann og fara inní símann og ýta á fleiri, fleiri takka til að fá fram EMI númer ca 25 númer. Síðan ýta aftur á nokkra takka og fá fram transfer númer ca 30 númer. Röddin í símanum biður um öll þessi númer í röð og reglu síðan á maður að láta vita í hvaða "ariacod" maður búi í og símanúmerið maður hringir frá. Ég var dauðhrædd að hún biði um númerið á nærbuxonum mínum líka. Nú, nú svo fæ ég að vita símanúmerið sem ég fæ að hafa eftir ca 24 kl. Og það hefur ekki skeð ennþá þannig að þið fáið ekkert að vita það fyrr en næst ég kemst í tölvu.
Flokkur: Bloggar | 4.4.2007 | 23:04 (breytt kl. 23:04) | Facebook
Bloggvinir
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.