Jæja, þá er kerlingin komin til Ameríku og með tölvu en er reyndar ekki komin inná netið ennþá en vonandi fljótlega. Er á bókasafninu að setja þetta inn.
Við Ylva vöknuðum snemma 29 mars og fórum til Skurup að ná í Nick vininn hennar sem var að koma frá Englandi. Þaðan var ferðinni haldið til Lundar og við fengum okkur te, kaffi og meðlæti, gengum síðan um bæin í yndislegu vorveðri.
Ein lestarferðin enn þaðan til Kastrup og eins gott að ég var komin tímanlega þar sem það tók tímana tvenna að komast að Geitinu. Það var mjög löng biðröð til að tékka sig inn og þegar kom að mér var ég ekki með addressuna hennar Þórunnar frænku og varð gjöresvovel að fara til hliðar og hringja í hana um miðja nótt! Ja, annars fær maður ekki að fara uppí flugvélina. Nú þetta reddaðist og þá var bara að fara í næstu löngu röð sem er uppá næstu hæð og láta rönka sig og bakpokan. Þá var að finna leiðina til Gate C39 og eftir langa göngu kom maður að glerhliði sem fara þurfti innum og auðvitað biðröð í, síðan röskur gangur til Geitsins. Þá voru liðnir röskir tveir kl. og farið beint í róð til að fara inní vélina. Ég var nú svo heppin að sitja við hliðina á Americana með mikla svitalikt og þar að auki í miðjunni í miðjunni. Þetta var Airbus með 2 sæti síðan 4 sæti og after 2 sæti. Ég var semsagt í eitt af þessum 4 sæti.
Flugferðin gekk eins og í sögu, Ég var búin að ákveða að sofa mestan hluta leiðarinnar en sá strax að það væri ómögulegt vegna þrengsla og sparaði svefntöflurnar sem Anna Þóra hafði skrifað út handa mér og horfði á 3 bíómyndir á leiðinni í staðin.
Vélin lagði af stað um kl: 16:00 og við lentum um kl: 17:00 sama dag, nema það var 10 kl: seinna. Og ekki voru færri biðraðir á Seattle flugvelli. Loxins þegar maður kom að var maður spurður spjöronum út úr. Hefuru komið hingað áður, hvers vegna ertu hérna, hvað ættlaru að gera hérna, hvern þekkiru og af hverju ættlaru að vera svona lengi hérna? Áttu börn, hversu mörg, hvað eru þau gömul, hver er að passa þau á meðan þú ert svona lengi í burtu? Horfðu beint fram! Síðan var tekin mynd og fingraför. Mér fannst eins og ég væri komin inní eina af spennumyndonum sem ég sá í vélinni. Töskurnar voru síðan rönkaðar og fóru eftir færibrandi niður í kjallara en við fórum með bílstjóralausri lest til að ná í þær. Og allstaðar voru verðir með bissur; auðvitað.
Ég tók rútuna niðrí bæ sem tók ca. 1 kl: og fannst mér alveg frábært að bílstjórinn talaði í míkrófónin og sagði okkur frá ýmsu sem á vegi okkar bar. (annað en þessu fúlu bílstjórar í Stockhólmi) Sólin skein og sást vel til Mt. Rainer eitt af hæstu fjöllum Ameríku og sagði hann söguna af nafninu, en Indíanarnir nefndu fjallið "Tacobet," meaning Mother of the waters . Hann sagði okkur ýmislegt frá Boing félaginu, veðrinu og margt fleira. Ég sat fremst og rabbaði hann heilmikið við mig. Hann hafði unnið lengi fyrir flugvöllin og ferðast mikið í vinnuni og verið oft í Stockhólmi, Kiruna og Reykjavík mm. Það var í kringum + 15 stiga hiti og Kirsuberjatrén eru öll í blóma, hvít og bleik og það eru komin smá lauf á sum trén.
Þórunn tók á móti mér við eitt hótelið niðrí bæ og það tók okkur um kl: að keyra heim til hennar út í Lynnwood. Þá er kl: um 20.00 að staðar tíma en að renna upp nýr morgun í Svíþjóð þannig að kella var orðin ansi þreytt. Við borðuðum, svo tók ég inn svefntöflu og var rotuð langt fram á næsta dag sem var samt bara 30 mars.
Flokkur: Bloggar | 2.4.2007 | 19:28 (breytt kl. 19:30) | Facebook
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 311
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mjög skemmtilegt blogg hjá þér. Ég mun kíkja reglulega á þig.
Kveðja Gunni og co
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.4.2007 kl. 13:25
Komdu sæl frænka,
Gaman að geta fylgst með þér á flakkinu. Kíki örugglega á þig daglega,
Kveðja
Edda Björk
Edda Björk Hauksdóttir 3.4.2007 kl. 17:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.